Innlent

Máli Verkalýðsfélags Akraness vegna SALEK vísað frá

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
„Ég er alveg sannfærður um það að þetta SALEK-samkomulag það skerðir samningsfrelsi stéttarfélaganna stórkostlega og mun rýra samningsfrelsi þeirra til lengri tíma litið.“
„Ég er alveg sannfærður um það að þetta SALEK-samkomulag það skerðir samningsfrelsi stéttarfélaganna stórkostlega og mun rýra samningsfrelsi þeirra til lengri tíma litið.“ Vísir/Pjetur
Félagsdómur vísaði í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag frá máli Verkalýðsfélags Akraness gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga, á þeim grundvelli að ekki væri um lögvarða hagsmuni að ræða.

Verkalýðsfélagið krafðist þess að samkomulagið yrði ekki hluti af kjarasamningi félagsins, en formaður þess, Vilhjálmur Birgisson, telur það gróft brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sem og stjórnarskránni.

Málið var tekið fyrir á miðvikudag og lýsti Vilhjálmur í samtali við fréttastofu í dag yfir áhyggjum yfir hversu stuttan tíma það hafi tekið. Hann sagðist jafnframt ætla að fara með málið fyrir almenna dómstóla, yrði því vísað frá.

„Samband íslenskra sveitarfélaga gerði það að aðalkröfu hjá sér að málinu yrði vísað frá dómi vegna þess að það heyrði ekki undir félagsdóm heldur almenna dómstóla. Það var aðalkrafa sambandsins, eða með öðrum orðum, virðast hræðast efnislega niðurstöðu í málinu, vilja frekar láta vísa málinu frá. En það er alveg ljóst að ef dómurinn kæmist að slíkri niðurstöðu að þetta heyrði ekki undir félagsdóm þá munum við að sjálfsögðu fara með málið fyrir almenna dómstóla því,“ sagði Vilhjálmur í dag.

„Ég er alveg sannfærður um það að þetta SALEK-samkomulag það skerðir samningsfrelsi stéttarfélaganna stórkostlega og mun rýra samningsfrelsi þeirra til lengri tíma litið.“


Tengdar fréttir

Ný vinnubrögð og allir við sama borð

Útlit er fyrir að lendingu sé náð í viðleitni til að koma á vinnumarkaðskerfi að norrænni fyrirmynd. Bróðurpartur almenna og opinbera vinnumarkaðarins náði niðurstöðu um kjör til þriggja ára. Andrými er til að ljúka breytingum á




Fleiri fréttir

Sjá meira


×