Innlent

Telur það tímasóun að fara með málið lengra

Samúel Karl Ólason skrifar
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Daníel
„Niðurstaðan er sú að Félagsdómur vísar þessu máli Verkalýðsfélags Akraness frá á þeim forsendum að þarna sé ekki um lögvarða hagsmuni að ræða,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, um niðurstöðu Félagsdóms í dag.

Dómurinn vísaði í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag frá máli Verkalýðsfélags Akraness gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga, um að SALEK samkomulagið yrði ekki hluti af kjarasamningi félagsins.

Halldór segir niðurstöðuna staðfesta málaflutning Sambands íslenskra sveitarfélaga að það væri skrítið ef að aðilar sem séu öðru megin við samningaborðið mættu ekki hafa stefnu í samningamálum.

„Það er í rauninni bara það sem að Samband íslenskra sveitarfélaga var að gera þegar það var skrifað undir SALEK samkomulagið. Við munum halda áfram að vinna að þessum málum, en þetta snýst fyrst og fremst um það að gera betur á vinnumarkaði. Að vinna að endurnýjun og endurbótum á vinnumarkaði og í því verkefni þurfum við að vera, bæði vinnuveitendur og verkalýðsfélögin.“

Vilhjálmur Birgisson hefur lýst því yfir að hann ætli með málið fyrir almenna dómstóla, en Halldór segir það vera tímasóun.

„Mér finnst að við eigum frekar að einhenda okkur í því að vinna að því sem að við eigum að vera samstíga í og það er að bæta vinnumarkaðinn. Þannig hagnast allir,“ segir Halldór.


Tengdar fréttir

Ný vinnubrögð og allir við sama borð

Útlit er fyrir að lendingu sé náð í viðleitni til að koma á vinnumarkaðskerfi að norrænni fyrirmynd. Bróðurpartur almenna og opinbera vinnumarkaðarins náði niðurstöðu um kjör til þriggja ára. Andrými er til að ljúka breytingum á




Fleiri fréttir

Sjá meira


×