Innlent

Tæknideild lögreglu: "Blóðið segir okkur heilmikið“

Oft á tíðum mætir tæknideild lögreglunnar á vettvang þegar brotamenn hafa þrifið blóðslettur og það kemur í hlut Ragnars Jónssonar, rannsóknarlögreglumanns, og félaga hans í tæknideildinni að komast að því sanna. Ragnar er blóðferlasérfræðingur og hann segir blóðið geta sagt heilmikið.

„Blóðið getur sagt okkur hvað gerðist, hvernig það gerðist og hvað gerðist ekki“. Segir Ragnar.

Vettvangsrannsóknir í sakamálum krefjast alltaf mikillar nákvæmni.

„Við skoðum rýmið og athugum hvort það séu einhver sýnileg gögn. Leitum með sterku hvítu ljósi. Við höfum stundum framburð um að eitthvað hafi gerst á tilteknum stað. Til dæmis í handrukkaramálum“.

Tæknideild lögreglunnar er til umfjöllunar þættinum Lögreglan í umsjá Ásgeirs Erlendssonar á Stöð 2 á sunnudagskvöld.

Í deildinni starfa átta rannsóknarlögreglumenn og einnig borgaralegir sérfræðingar sem vinna við að leysa sakamál. Í þættinum er skyggnst á bak við tjöldin auk þess sem deildin rifjar upp eftirminnileg mál.

Lögreglan er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld klukkan 20:05.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira