Handbolti

Þýskaland með tólf leikmenn inn á í einu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Skjáskot af myndbandi Rúv

Norðmenn lögðu fyrr í kvöld fram kæru vegna meintra brota sem áttu sér stað á síðustu sekúndum leiksins gegn Þýskalandi í kvöld.

Þjóðverjar tryggðu sér sigurinn þegar lítið var eftir af framlengingunni. Vildu Norðmenn meina að aukamaður í sókn, sem er klæddur í vesti, hafi verið inn á vellinum á sama tíma og markvörður liðsins.

Sjá einnig: Norðmenn lögðu fram kæru eftir tapið

Þá gera þeir einnig athugasemd við það að leikmenn Þýskalands hafi hlaupið of snemma inn á völlinn þegar þeir fögnuðu sigrinum. Eins og sjá má í meðfylgjandi skjáskoti frá myndbandi sem fylgdi frétt Rúv um málið í kvöld eru ellefu leikmenn Þýskalands inn á vellinum á meðan leikurinn er enn í gangi - sá tólfti er Andreas Wolff markvörður.

Það skal tekið fram að ekki kemur fram á upptökunni með skýrum hætti hvort að leikklukkan í húsinu hafi verið sú nákvæmlega sama og í sjónvarpinu. En dómarar leiksins sáu ekkert athugavert við lok leiksins, né heldur eftirlitsdómari eða starfsmenn á ritaraborði.

Handknattleikssamband Evrópu mun taka kæruna fyrir í fyrramálið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira