Handbolti

Óvænt tap Valskvenna í Kaplakrika

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Örn Finnsson er þjálfari Vals.
Alfreð Örn Finnsson er þjálfari Vals. Vísir/Ernir

FH vann sinn þriðja sigur á tímabilinu er það lagði sterkt lið Vals að velli í Olís-deild kvenna í kvöld, 26-24. Staðan í hálfleik var jöfn, 14-14.

Úrslitin verða að teljast afar óvænt enda FH í tólfta sæti deildarinnar af fjórtán liðum, en Valskonur eru í þriðja sæti.

Heiðdís Rún Guðmundsdóttir og Elín Anna Baldursdóttir skoruðu sjö mörk hvor fyrir FH en Sigurlaug Rúna Rúnarsdóttir sex fyrir Val.

FH - Valur 26-24 (14-14)

Mörk FH: Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 7, Elín Anna Baldursdóttir 5, Sigrún Jóhannsdóttir 4, Steinunn Snorradóttir 2, Hildur Marín Andrésdóttir 2, Ingibjörg Pálmadóttir 1.

Mörk Vals: Sigurlaug Rúna Rúnarsdóttir 6, Kristín Guðmundsdóttir 5, Íris Ásta Pétursdóttir Viborg 5, Bryndís Elín Halldórsdóttir 4, Morgan Marie Þorkelsdóttir 3, Eva Björk Hlöðversdóttir 1.Fleiri fréttir

Sjá meira