Handbolti

Óvænt tap Valskvenna í Kaplakrika

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Örn Finnsson er þjálfari Vals.
Alfreð Örn Finnsson er þjálfari Vals. Vísir/Ernir

FH vann sinn þriðja sigur á tímabilinu er það lagði sterkt lið Vals að velli í Olís-deild kvenna í kvöld, 26-24. Staðan í hálfleik var jöfn, 14-14.

Úrslitin verða að teljast afar óvænt enda FH í tólfta sæti deildarinnar af fjórtán liðum, en Valskonur eru í þriðja sæti.

Heiðdís Rún Guðmundsdóttir og Elín Anna Baldursdóttir skoruðu sjö mörk hvor fyrir FH en Sigurlaug Rúna Rúnarsdóttir sex fyrir Val.

FH - Valur 26-24 (14-14)

Mörk FH: Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 7, Elín Anna Baldursdóttir 5, Sigrún Jóhannsdóttir 4, Steinunn Snorradóttir 2, Hildur Marín Andrésdóttir 2, Ingibjörg Pálmadóttir 1.

Mörk Vals: Sigurlaug Rúna Rúnarsdóttir 6, Kristín Guðmundsdóttir 5, Íris Ásta Pétursdóttir Viborg 5, Bryndís Elín Halldórsdóttir 4, Morgan Marie Þorkelsdóttir 3, Eva Björk Hlöðversdóttir 1.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira