Innlent

Veittust ítrekað að sama dyraverðinum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Erilsamt sem áður í miðborg Reykjavikur.
Erilsamt sem áður í miðborg Reykjavikur. vísir/ktd

Lögreglan fékk tilkynningu um menn sem höfðu flogist á við dyraverði við veitingahús á Laugavegi laust fyrir klukkan þrjú í nótt.

Ekki fylgir sögunni hvort lögreglan hafi brugðist við þeirri tilkynningu en í dagbók lögreglunnar er tilgreint að þeir hafi aftur verið á ferðinni skömmu síðar, þá í Austurstræti.

Þar höfðu mennirnir ráðist aftur að sama dyraverði og við Laugaveg fyrr um nóttina en hann var þá á ferð eftir vinnu. Ekki er tilgreint hversu margir voru þar að verki en að sögn lögreglunnar náðist einn árásaraðilanna.

Lögreglan hafði annars í nógu að snúast í miðborginni.. Tilkynnt var um slagsmál í Austurstræti um klukkan hálf tvö í nótt. Maður var fluttur á slysadeild með áverka á höfði.

Þá var ölvaður maður stöðvaður þar sem hann keyrði eftir Sæbraut á þriðja tímanum. Að sögn lögreglu var bifreiðin stöðvuð skömmu síðar og verður maðurinn ákærður fyrir ölvun við akstur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira