Innlent

Skjálftavirkni í vestanverðum Vatnajökli

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bárðarbunga
Bárðarbunga Vísir

Tveir skjálftar að stærð 3,2 mældust í vestanverðum Vatnajökli í morgun. Sá fyrri mældist klukkan 05:18 í suðausturhluta Bárðarbunguöskju og þá mældist annar klukkan 08:46 um 7 kílómetrum norðaustur af Hamrinum.

Sá síðari er staðsettur á Lokahrygg um 4 km vestur af Vestari Skaftárkatli segir í skeyti frá náttúruvársérfræðingum Veðurstofunnar.

Grænu stjörnurnar tvær gefa til kynna skjálftanna í morgun. Veðurstofa Íslands

Þar hljóp síðast í júní síðastliðnum og olli litlu hlaupi í Skaftá. Skjálftinn er ekki talinn tengjast Vestari Skaftárkatli auk þess sem vísindamenn reikna ekki með að þar hafi safnast mikið vatn.

Þá mælast frostbrestir nú við Heklustöðvar, sér í lagi á Feðgum, en frost herti í nótt á svæðinu.

„Frostbrestir koma fram á jarðskjálftamælum sem stuttir atburðir (um 1 sek) með stutta bylgjulengd (>20 Hz),“ segir í skeyti sérfræðinganna sem bæta við að brestirnir séu óháðir kvikuhreyfingum. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira