Innlent

Skjálftavirkni í vestanverðum Vatnajökli

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bárðarbunga
Bárðarbunga Vísir

Tveir skjálftar að stærð 3,2 mældust í vestanverðum Vatnajökli í morgun. Sá fyrri mældist klukkan 05:18 í suðausturhluta Bárðarbunguöskju og þá mældist annar klukkan 08:46 um 7 kílómetrum norðaustur af Hamrinum.

Sá síðari er staðsettur á Lokahrygg um 4 km vestur af Vestari Skaftárkatli segir í skeyti frá náttúruvársérfræðingum Veðurstofunnar.

Grænu stjörnurnar tvær gefa til kynna skjálftanna í morgun. Veðurstofa Íslands

Þar hljóp síðast í júní síðastliðnum og olli litlu hlaupi í Skaftá. Skjálftinn er ekki talinn tengjast Vestari Skaftárkatli auk þess sem vísindamenn reikna ekki með að þar hafi safnast mikið vatn.

Þá mælast frostbrestir nú við Heklustöðvar, sér í lagi á Feðgum, en frost herti í nótt á svæðinu.

„Frostbrestir koma fram á jarðskjálftamælum sem stuttir atburðir (um 1 sek) með stutta bylgjulengd (>20 Hz),“ segir í skeyti sérfræðinganna sem bæta við að brestirnir séu óháðir kvikuhreyfingum. 
Fleiri fréttir

Sjá meira