Körfubolti

Hildur Björg spilaði allar mínúturnar í sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hildur Björg Kjartansdóttir, til vinstri, með nöfnu sinni og fyrirliða Snæfells, Hildi Sigurðardóttur.
Hildur Björg Kjartansdóttir, til vinstri, með nöfnu sinni og fyrirliða Snæfells, Hildi Sigurðardóttur. vísir/óskaró

Hildur Björg Kjartansdóttir og félagar hennar í Texas Rio Grande Valley háskólanum unnu sinn tíunda leik í bandaríska háskóla-körfuboltanum í nótt þegar liðið vann þrettán stiga sigur á Utah Valley, 61-48.

Rio Grande byrjaði betur og var 17-12 yfir eftir fyrsta leikhlutann og staðan var 36-22 í hálfleik. Eftir það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda og lokatölur urðu, eins og áður segir, þrettán stiga sigur Hildar og félaga, 61-48.

Hildur spilaði allar 40 mínútur leiksins, skoraði fimm stig og gaf tvær stóðsendingar. Hún var annar af tveimur leikmönnum Grande Valley sem spilaði allar mínútur leiksins.

Texas er með 58,8% sigurhlutfall, en liðið hefur unnið tíu leiki og tapað sjö. Þetta er annar sigurleikurinn í röð, en liðið hefur ekki tapað á heimavelli í allan vetur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira