Enski boltinn

Umboðsmaður Toure: Afi minn gæti unnið bikara með Bayern og Barcelona

Anton Ingi Leifsson skrifar
Er Toure á förum frá City?
Er Toure á förum frá City? vísir/getty

Dimitri Seluk, umboðsmaður Yaya Toure, segir að Pep Guardiola, stjóri Bayern Munchen, sé ofmetinn þjálfari og að hann muni hugsa um að selja Toure frá City taki Guardiola við stjórnartaumunum á Etihad.

Guardiola er líklegastur til að taka við City eftir tímabilið, en hann hefur mikið verið orðaður við stöðuna að undanförnu. Toure og Guardiola unnu saman hjá Barcelona á sínum tíma, en þá seldi Guardiola Toure frá félaginu.

Spánverjinn hefur staðfest að hann hafi fengið tilboð frá Englandi, en hefur ekki skrifað undir neitt á þessum tímapunkti. Dimitri er hræddur um að hann sé á leið til City.

„Pep er frábær þjálfari, en hann hefur unnið bikara með Barcelona og Bayern. Sannleikurinn er sá afi minn gæti unnið bikara með Barcelona og Bayern því það eru stór félög með frábæra félaga," sagði Dimtri.

„Ég væri til í að sjá Pep taka við félagi sem væri í áttunda eða níunda sæti og gera þá að meisturum," bætti hann við.

„Ég veit ekki hver eru framtíðarplön Guardiola, en eftir hvað gerðist hjá Barcelona þá er það auðvitað áhyggjuefni hvort Yaya verði ekki í liðinu þegar hann kemur. Ég vona ekki og Yaya ekki heldur."

Toure kom til City frá Barcelona árið 2010, en þá talaði Guardiola um að Toure hafi ekki passað inn í leikstíl Barcelona. Síðan þá hefur Toure farið á kostum með City; leikið 181 leik og skorað í þeim 53 mörk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira