Golf

Spieth enn með yfirburði á móti meistaranna

Kári Örn Hinriksson skrifar
Spieth slær upphafshögg á þriðja hring í gær.
Spieth slær upphafshögg á þriðja hring í gær. Getty

Það er örugglega ekkert sem stoppar Jordan Spieth í því að sigra á fyrsta móti ársins á PGA-mótaröðinni en eftir þrjá hringi á móti meistarana sem fram fer á Hawaii leiðir hann með fimm höggum.

Spieth hefur aðeins fengið einn skolla á fyrstu þremur hringjunum og er á heilum 24 höggum undir pari en næstur á eftir honum er Brooks Koepka á 19 undir.

Koepka jafnaði vallarmetið á þriðja hring í nótt en hann lék á 63 höggum eða tíu undir pari og verður eflaust að endurtaka afrekið ef hann ætlar að ná Spieth á morgun.

Patrick Reed sem sigraði á mótinu í fyrra hefur varið titilinn vel en hann er í þriðja sæti á 18 höggum undir pari, sex á eftir efsta manni.

Lokahringurinn á móti meistarana fer fram í kvöld en bein útsending á Golfstöðinni hefst klukkan 20:00.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira