Fótbolti

Inter tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. vísir/getty
Inter tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttu ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar liðið tapaði gegn Sassulo á heimavelli í dag.

Leiknum virtast ætla að ljúka með markalausu jafntefli, en allt kom fyrir ekki. Sassulo fékk vítaspyrnu í uppbótartíma eftir brot Miaranda og Domnico Berardi steig á punktinn og skoraði.

Lokatölur 1-0, en Inter er á toppi deildarinnar með 39 stig. Napoli er í öðru sætinu með 38 stig og getur skotist á toppinn með sigri á Frosinone síðar í dag.

Sassulo er að gera góða hluti. Þeir sitja í sjötta sætinu með 31 stig, þremur stigum frá Roma sem er í fimmta sætinu og þar af leiðandi Evrópusæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×