Fótbolti

Inter tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. vísir/getty

Inter tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttu ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar liðið tapaði gegn Sassulo á heimavelli í dag.

Leiknum virtast ætla að ljúka með markalausu jafntefli, en allt kom fyrir ekki. Sassulo fékk vítaspyrnu í uppbótartíma eftir brot Miaranda og Domnico Berardi steig á punktinn og skoraði.

Lokatölur 1-0, en Inter er á toppi deildarinnar með 39 stig. Napoli er í öðru sætinu með 38 stig og getur skotist á toppinn með sigri á Frosinone síðar í dag.

Sassulo er að gera góða hluti. Þeir sitja í sjötta sætinu með 31 stig, þremur stigum frá Roma sem er í fimmta sætinu og þar af leiðandi Evrópusæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira