Fótbolti

Enn tapar Hellas

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emil í leiknum í dag.
Emil í leiknum í dag. vísir/getty

Mjög illa gengur hjá Emil Hallfreðssyni og félögum í Hellas Verona að vinna leik í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en í dag töpuðu þeir fyrir Palermo 1-0.

Eina mark leiksins kom á 27. mínútu, en þá skoraði Franco Vazquez eftir undirbúning frá Mate Jajalo. Lokatölur 1-0.

Emil var tekinn af velli á 65. mínútu, en Emil verður einmitt til umfjöllunar í Atvinnumennirnir okkar. Þátturinn er sýndur á Stöð 2 og hefst klukkan 20.10.

Hellas er á botninum með átta stig, ellefu stigum frá öruggu sæti. Þeir hafa ekki enn náð að vinna leik á tímabiilinu; ellefu tapleikir og átta jafntefli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira