Handbolti

Guðmundur og lærisveinar steinlágu gegn Frökkum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur á hliðarlínunni gegn Noregi í gær.
Guðmundur á hliðarlínunni gegn Noregi í gær. vísir/afp

Heimamenn í Frakklandi sigruðu Gullmótið í Frakklandi sem fram fór í París um helgina, en þeir unnu Danmörku 36-28 í lokaleik mótsins í dag.

Frakkland hafði unnið Noreg, en tapað fyrir Katar í aðdraganda leiksins gegn Danmörku á meðan Danir höfðu bæði unnið Katar og Noreg og dugði því jafntefli.

Frakkarnir sýndu klærnar og voru 20-14 yfir í hálfleik. Þeir héldu forystunni í síðari hálfleik og unnu því lærisveina Guðmundar Guðmundssonar örugglega, 36-28.

Þetta var fyrsti tapleikur Dana í tæpt ár, en þeir töpuðu síðast fyrir Spánverjum á heimsmeistaramótinu í fyrra, 25-24.

Það var ekki bara tapið sem var slæmt fyrir Dani því bæði Mads Christiansen og Michael Damgaard fóru af velli vegna meiðsla í fyrri hálfleik. Óljóst er hversu alvarleg meiðsli þeirra eru. 

Þetta voru síðustu leikir liðanna fyrir EM sem hefst í Póllandi í vikunni. Danir eru með Ungverjalandi, Rússlandi og Svartfjallalandi í riðli á meðan Frakkar eru með Póllandi, Makedóníu og Serbíu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira