Körfubolti

Snæfellskonur í undanúrslit fimmta árið í röð | Stigaskor og myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Anton

Snæfellskonur eru komnar í undanúslit bikarkeppninnar fimmta árið í röð eftir sigur á Val á Hlíðarenda í dag.

Ekkert annað félag hefur verið alltaf með í undanúrslitunum frá árinu 2012 en Keflavíkurkonur eru þar fjórða árið í röð.

Bikarmeistarar Grindavíkur sendi meistaraefnin úr Haukum heim súrar í broti og hafa því ekki tapað bikarleik í tvö ár.

Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leik Vals og Snæfells á Hlíðarenda í dag og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan.

Félög í undanúrslitunum kvenna 2012-2016:
Snæfell 5 (2012, 2013, 2014, 2015, 2016)
Keflavík 4 (2013, 2014, 2015, 2016)
Grindavík 2 (2015, 2016)
Stjarnan 2 (2012, 2016)
Njarðvík 2 (2012, 2015)
Haukar 2 (2012, 2014)
Valur 1 (2013)
Hamar 1 (2013)
KR 1 (2014)


Hér fyrir neðan má sjá stigaskor úr leikjum kvöldsins:

Valur-Snæfell 58-78 (16-22, 14-18, 16-17, 12-21)

Valur: Karisma Chapman 19/8 fráköst/6 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 9, Ragnheiður Benónísdóttir 8/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 6, Sóllilja Bjarnadóttir 5, Bergþóra Holton Tómasdóttir 4/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 3/6 fráköst, Jónína Þórdís Karlssdóttir 2, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 2.

Snæfell: Haiden Denise Palmer 20/9 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 12, Bryndís Guðmundsdóttir 10/6 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 7, María Björnsdóttir 7, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 7/5 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 6/4 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 4, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, Alda Leif Jónsdóttir 2/4 fráköst.


Grindavík-Haukar 65-63 (18-16, 15-23, 18-13, 14-11)

Grindavík: Whitney Michelle Frazier 27/6 fráköst/5 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 12, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 12/11 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 5, Hrund Skuladóttir 3, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3/4 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 2, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 1.

Haukar: Helena Sverrisdóttir 25/14 fráköst/5 stolnir, Chelsie Alexa Schweers 14/5 fráköst, Pálína María Gunnlaugsdóttir 9, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 8/6 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 7/7 fráköst.


Stjarnan-Hamar 67-41 (15-14, 14-14, 20-7, 18-6)

Stjarnan: Margrét Kara Sturludóttir 15/16 fráköst/7 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 14/11 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 13/6 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 13, Eva María Emilsdóttir 10/8 fráköst, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2.

Hamar: Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 9/4 fráköst/4 varin skot, Íris Ásgeirsdóttir 9, Jenný Harðardóttir 7, Margrét Hrund Arnarsdóttir 6, Heiða Björg Valdimarsdóttir 3, Hrafnhildur Magnúsdóttir 3/5 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 2, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 2.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira