Enski boltinn

Öll Íslendingaliðin úr leik í bikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mangan fagnar marki sínu.
Mangan fagnar marki sínu. vísir/getty

Öll Íslendingarliðin sem voru í eldlínunni um helgina í enska bikarnum duttu úr leik. Það síðasta til að detta úr leik var Cardiff í kvöld, en þeir töpuðu 0-1 gegn Shrewsbury Town.

Eina mark leiksins kom á 62. mínútu, en markið gerði Andrew Mangan. Heimamenn í Cardiff gerðu allt hvað þeir gátu til þess að jafna metin, en allt kom fyrir ekki og lokatölur 0-1 útisigur C-deildarliðsins Shrewsbury.

Því duttu öll Íslendingaliðin úr leik, en Cardiff tapaði fyrir Colchester 2-1, Swansea tapaði fyrir Oxford 3-2, en fyrir var Fleetwood Town dottið úr leik.

Aron Einar Gunnarsson sat allan tímann á varamannabekk Cardiff. C-deildarlið Shrewsbury er því komið í 32-liða úrslitin, en mörg stórlið verða þar í pottinum og fróðlegt að sjá hvað lið Shrewsbury fær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira