Enski boltinn

Öll Íslendingaliðin úr leik í bikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mangan fagnar marki sínu.
Mangan fagnar marki sínu. vísir/getty

Öll Íslendingarliðin sem voru í eldlínunni um helgina í enska bikarnum duttu úr leik. Það síðasta til að detta úr leik var Cardiff í kvöld, en þeir töpuðu 0-1 gegn Shrewsbury Town.

Eina mark leiksins kom á 62. mínútu, en markið gerði Andrew Mangan. Heimamenn í Cardiff gerðu allt hvað þeir gátu til þess að jafna metin, en allt kom fyrir ekki og lokatölur 0-1 útisigur C-deildarliðsins Shrewsbury.

Því duttu öll Íslendingaliðin úr leik, en Cardiff tapaði fyrir Colchester 2-1, Swansea tapaði fyrir Oxford 3-2, en fyrir var Fleetwood Town dottið úr leik.

Aron Einar Gunnarsson sat allan tímann á varamannabekk Cardiff. C-deildarlið Shrewsbury er því komið í 32-liða úrslitin, en mörg stórlið verða þar í pottinum og fróðlegt að sjá hvað lið Shrewsbury fær.Fleiri fréttir

Sjá meira