Körfubolti

Fimmtán íslensk stig í tapi Canisius

Anton Ingi Leifsson skrifar
Margrét skoraði elelfu stig í kvöld.
Margrét skoraði elelfu stig í kvöld. vísir/stefán

Margrét Rósa Hálfdánardóttir, Sara Margrét Hinriksdóttir og félagar þeirra í Canisius háskólanum steinlágu fyrir Iona í bandaríska háskólakörfuboltanum í kvöld. Lokatölur 79-56.

Iona byrjaði af krafti og vann fyrsta leikhlutann 23-8. Staðan í hálfleik var svo 20-37 og aftur spýttu Iona í lófana í þriðja leikhluta og staðan að honum loknum 65-45.

Eftirleikurinn var svo auðveldur fyrir Iona sem vann stórsigur að lokum, 79-56.

Margrét Rósa skoraði fjögur stig og tók fjögur fráköst, en Sara Margrét skoraði ellefu auk þess að taka fimm fráköst og gefa eina stoðsendingu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira