Körfubolti

Fimmtán íslensk stig í tapi Canisius

Anton Ingi Leifsson skrifar
Margrét skoraði elelfu stig í kvöld.
Margrét skoraði elelfu stig í kvöld. vísir/stefán

Margrét Rósa Hálfdánardóttir, Sara Margrét Hinriksdóttir og félagar þeirra í Canisius háskólanum steinlágu fyrir Iona í bandaríska háskólakörfuboltanum í kvöld. Lokatölur 79-56.

Iona byrjaði af krafti og vann fyrsta leikhlutann 23-8. Staðan í hálfleik var svo 20-37 og aftur spýttu Iona í lófana í þriðja leikhluta og staðan að honum loknum 65-45.

Eftirleikurinn var svo auðveldur fyrir Iona sem vann stórsigur að lokum, 79-56.

Margrét Rósa skoraði fjögur stig og tók fjögur fráköst, en Sara Margrét skoraði ellefu auk þess að taka fimm fráköst og gefa eina stoðsendingu.
Fleiri fréttir

Sjá meira