Fótbolti

Níundi sigurleikur Juventus í röð í deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Juventus fagna marki í kvöld.
Juventus fagna marki í kvöld. vísir/getty

Juventus vann sinn níunda leik í röð í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er liðið lagði Sampdoria að velli á Silvio Mazzoleni leikvanginum í Sampdoria. Lokatölur 2-1.

Paul Pogba kom Juventus yfir á sautjándu mínútu eftir undirbúning Leonardo Bonucci og staðan var þannig í hálfleik.

Sami Khedira kom svo Juventus í 2-0 strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks, en þá var það Paulo Dybala sem var arkitektinn.

Ítalski markahrókurinn Antonio Cassano minnkaði muninn á 64. mínútu, en nær komust heimamenn í Sampdoria ekki og níundi deildarsigur Juventus í röð staðreynd.

Juventus er nú komið í annað sætið með 39 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Napoli, en Juventus byrjaði tímabilið hörmulega. Sampdoria er í þrettánda sætinu með 23 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira