Handbolti

Aron með fimmtán sleggjur í leikjunum tveimur við Þjóðverja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Vísir/Anton

Aron Pálmarsson lék mjög vel í leikjunum tveimur í Þýskalandi og var markahæsti maður íslenska handboltalandsliðsins í báðum leikjum.

Aron skoraði átta mörk í tapinu á laugardaginn og hann var síðan með sjö mörk í sigurleiknum í gær.

Aron skoraði átta mörkum meira en næstmarkahæsti leikmaður íslenska liðsins í þessum leikjunum en öll fimmtán mörk Arons í leikjunum tveimur komu með langskotum.

Alexander Petersson var næstmarkahæsti leikmaður íslenska liðsins með sjö mörk en hann byrjaði hvorugan leikinn og nýtti mínútur sínar ágætlega.

Íslenska liðið skoraði 52 mörk í leikjunum tveimur en aðeins tvö þeirra komu af vítalínunni.

Aron náði mörgum frábærum skotum á markið og vonandi verður framhald á þessari skotsýningu kappans á EM.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig leikmenn íslenska liðsins skoruðu mörkin sín í þessum leikjum við Þjóðverja sem voru tveir síðustu leikir Íslands fyrir Evrópumótið í Póllandi.


Mörk íslenska landsliðsins í Þýskalandsleikjunum:

Aron Pálmarsson 15
(15 langskot)

Alexander Petersson 7
(3 gegnumbrot, 2 langskot, 2 hraðaupphlaup)

Guðjón Valur Sigurðsson 6
(2 hraðaupphlaup, 1 langskot, 1 úr horni, 1 af línu, 1 úr víti)

Ásgeir Örn Hallgrímsson 4
(2 hraðaupphlaup, 1 úr horni, 1 langskot)

Arnór Þór Gunnarsson 4
(1 úr horni, 1 af línu, 1 hraðaupphlaup, 1 úr víti)

Vignir Svavarsson 3
(2 af línu, 1 hraðaupphlaup)

Kári Kristjánsson 3
(2 af línu, 1 hraðaupphlaup)

Ólafur Guðmundsson 3
(2 langskot, 1 hraðaupphlaup)

Rúnar Kárason 3
(3 langskot)
 
Arnór Atlason 2
(2 langskot)

Róbert Gunnarsson 1
(1 af línu)

Snorri Steinn Guðjónsson 1
(1 langskot)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira