Handbolti

Aron með fimmtán sleggjur í leikjunum tveimur við Þjóðverja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Vísir/Anton

Aron Pálmarsson lék mjög vel í leikjunum tveimur í Þýskalandi og var markahæsti maður íslenska handboltalandsliðsins í báðum leikjum.

Aron skoraði átta mörk í tapinu á laugardaginn og hann var síðan með sjö mörk í sigurleiknum í gær.

Aron skoraði átta mörkum meira en næstmarkahæsti leikmaður íslenska liðsins í þessum leikjunum en öll fimmtán mörk Arons í leikjunum tveimur komu með langskotum.

Alexander Petersson var næstmarkahæsti leikmaður íslenska liðsins með sjö mörk en hann byrjaði hvorugan leikinn og nýtti mínútur sínar ágætlega.

Íslenska liðið skoraði 52 mörk í leikjunum tveimur en aðeins tvö þeirra komu af vítalínunni.

Aron náði mörgum frábærum skotum á markið og vonandi verður framhald á þessari skotsýningu kappans á EM.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig leikmenn íslenska liðsins skoruðu mörkin sín í þessum leikjum við Þjóðverja sem voru tveir síðustu leikir Íslands fyrir Evrópumótið í Póllandi.


Mörk íslenska landsliðsins í Þýskalandsleikjunum:

Aron Pálmarsson 15
(15 langskot)

Alexander Petersson 7
(3 gegnumbrot, 2 langskot, 2 hraðaupphlaup)

Guðjón Valur Sigurðsson 6
(2 hraðaupphlaup, 1 langskot, 1 úr horni, 1 af línu, 1 úr víti)

Ásgeir Örn Hallgrímsson 4
(2 hraðaupphlaup, 1 úr horni, 1 langskot)

Arnór Þór Gunnarsson 4
(1 úr horni, 1 af línu, 1 hraðaupphlaup, 1 úr víti)

Vignir Svavarsson 3
(2 af línu, 1 hraðaupphlaup)

Kári Kristjánsson 3
(2 af línu, 1 hraðaupphlaup)

Ólafur Guðmundsson 3
(2 langskot, 1 hraðaupphlaup)

Rúnar Kárason 3
(3 langskot)
 
Arnór Atlason 2
(2 langskot)

Róbert Gunnarsson 1
(1 af línu)

Snorri Steinn Guðjónsson 1
(1 langskot)
Fleiri fréttir

Sjá meira