Körfubolti

Sjöundi sigur Cleveland í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

LeBron James skoraði 37 stig þegar Cleveland vann sigur á Philadelphia, 95-85, á útivelli í nótt.

Þetta var sjöundi sigur Cleveland í röð en James var einnig með níu stoðsendingar og sjö fráköst. Þetta var þrettándi sigur Cleveland í síðustu fimmtán leikjum liðsins.

James var líka í aðalhlutverki fyrir leik en upptökur af því þegar hann fékk óvart bolta í andlitið gengu manna á milli á samfélagsmiðlum eins og eldur um sinu. Samantekt með frammistöðu James má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Philadelphia náði að minnka muninn í tvö stig þegar átta mínútur voru eftir en komust ekki nær. Jahill Okafor var með 21 stig fyrir Philadelphia sem er með versta árangur allra liða í deildinni - aðeins fjóra sigra í 35 leikjum.

LA Clippers vann New Orleans, 114-111, í framlengdum leik á heimavelli. Chris Paul var með 25 stig og ellefu stoðsendingar og Jamal Crawford 21 stig.

Ekkert lið hefur unnið fleiri sigra í röð í deildinni en þetta var níundi sigur Clippers í röð.

Portland vann Oklahoma City, 115-110, með 31 stigum frá Damian Lillard sem setti niður fimm þriggja stiga körfur á síðustu þremur mínútum leiksins.

Portland hafði tapað síðustu þremur leikjum sínum en setti niður alls nítján þriggja stiga körfur í leiknum.

Russell Wilson var nálægt því að ná sinni fjórðu þrennu í vetur en hann var með 25 stig, fimmtán stoðsendingar og níu fráköst.

Úrslit næturinnar:
LA Clippers - New Orleans 114-111
Minnesota - Dallas 87-93
Philadelphia - Cleveland 85-95
Memphis - Boston 101-98
Houston - Indiana 107-103
New York - Milwaukee 100-88
Denver - Charlotte 95-92
Portland - Oklahoma City 115-110
LA Lakers - Utah 74-86

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira