Körfubolti

Sjöundi sigur Cleveland í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

LeBron James skoraði 37 stig þegar Cleveland vann sigur á Philadelphia, 95-85, á útivelli í nótt.

Þetta var sjöundi sigur Cleveland í röð en James var einnig með níu stoðsendingar og sjö fráköst. Þetta var þrettándi sigur Cleveland í síðustu fimmtán leikjum liðsins.

James var líka í aðalhlutverki fyrir leik en upptökur af því þegar hann fékk óvart bolta í andlitið gengu manna á milli á samfélagsmiðlum eins og eldur um sinu. Samantekt með frammistöðu James má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Philadelphia náði að minnka muninn í tvö stig þegar átta mínútur voru eftir en komust ekki nær. Jahill Okafor var með 21 stig fyrir Philadelphia sem er með versta árangur allra liða í deildinni - aðeins fjóra sigra í 35 leikjum.

LA Clippers vann New Orleans, 114-111, í framlengdum leik á heimavelli. Chris Paul var með 25 stig og ellefu stoðsendingar og Jamal Crawford 21 stig.

Ekkert lið hefur unnið fleiri sigra í röð í deildinni en þetta var níundi sigur Clippers í röð.

Portland vann Oklahoma City, 115-110, með 31 stigum frá Damian Lillard sem setti niður fimm þriggja stiga körfur á síðustu þremur mínútum leiksins.

Portland hafði tapað síðustu þremur leikjum sínum en setti niður alls nítján þriggja stiga körfur í leiknum.

Russell Wilson var nálægt því að ná sinni fjórðu þrennu í vetur en hann var með 25 stig, fimmtán stoðsendingar og níu fráköst.

Úrslit næturinnar:
LA Clippers - New Orleans 114-111
Minnesota - Dallas 87-93
Philadelphia - Cleveland 85-95
Memphis - Boston 101-98
Houston - Indiana 107-103
New York - Milwaukee 100-88
Denver - Charlotte 95-92
Portland - Oklahoma City 115-110
LA Lakers - Utah 74-86

NBAFleiri fréttir

Sjá meira