Sport

Laun landsliðsmanna: Viðar Örn þénar meira en Eiður Smári

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Viðar Örn Kjartansson og Alfreð Finnbogason eru tveir af fjórum tekjuhæstu atvinnumönnunum.
Viðar Örn Kjartansson og Alfreð Finnbogason eru tveir af fjórum tekjuhæstu atvinnumönnunum. vísir/getty

Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni, er launahæsti íslenski íþróttamaðurinn fjórða árið í röð.

Þetta kemur fram í Áramótum, tímariti Viðskiptablaðsins, en þar birtir ritið áætlun laun 20 launahæstu íslensku íþróttamannanna. Engin kona er á listanum.

Sautján fótboltamenn eru á listanum, tveir handboltamenn (Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson) og einn körfuboltamaður (Jón Arnór Stefánsson).

Topp 20 mynd/vb

Gylfi er talinn þéna 480 milljónir íslenskra króna í laun á ári, en hann ber höfuð og herðar yfir aðra á listanum. Næsti maður, Alfreð Finnbogason, þénar ríflega tvöfalt minna en Gylfi eða 160 milljónir króna.

Það er greinilega góðan pening að fá í Kína en þrír íslenskir landsliðsmenn í fótbolta sem sömdu við kínversk lið á síðasta ári raða sér í fjórða til sjötta sæti listans.

Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Jiangsu Sainty, tekur inn mest af þeim eða 130 milljónir króna og fær meira en Eiður Smári hjá Shijiazhuang sem fékk 110 milljónir króna fyrir sín störf. Hann er nú án félags.

Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, er efsti maður listans sem ekki spilar fótbolta en hann er talinn fá 48 milljónir króna í árslaun hjá Barcelona, sex milljónum meira en Aron Pálmarsson hjá Veszprém. Jón Arnór Stefánsson fær svo 32 milljónir ár ári í spænska körfuboltanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira