Veiði

Veiðistaðavefurinn væntanlegur 15. janúar

Karl Lúðvíksson skrifar

Nýr vefur með upplýsingum um veiðistaði fer í loftið þann 15. janúar og það er alveg ljóst að honum á eftir að vera vel tekið af veiðimönnum.

"Hér verður um að vef sem veiðmenn geta nýtt sér til að finna allar þær upplýsingar sem þeir þurfa um alla veiðistaði á Íslandi, og er takmarkið að skrá hvern einasta poll og hverja einustu sprænu áður en yfir líkur, með myndefni, vídeo klippum, vinsælum flugum á viðkomandi stað, veiðikortum, verð veiðileyfa, myndaalbúmum, veðrinu á staðnum, staðsetningu á korti, fjarlægðir frá höfuðborginni, eða öðrum stöðum, veiðitölum síðustu ára með fallegum gröfum og fleira og fleira. Þetta er nýtt í þeirri flóru af veiðitengdu efni á netinu og bíður upp á spennandi möguleika" segir Halldór Gunnarson einn af umsjónarmönnum vefsins.

Nú þegar eru skráð um 300 veiðivötn og ár með mismundandi mikið af upplýsingum. Stefnt er að fyrir vorið verði þessi tala komin í 400 ~ 500. "Margir hafa spurt mig til hvers, því það væri einmitt hægt að finna þetta allt á netinu ef maður leiti - sem er vissulega rétt, en markmið Veiðistaðavefsins er að hjálpa veiðimönnum og veiðiáhugafólki að finna hlutina strax, án þess að eyða hálfu eða heilu kvöldi í að leita út um allt með misjöfnum árangri.
Og í raun að tengja allt það efni sem er út um allt á netinu, inn á einn og sama staðinn" segir Halldór.

Eitt af því sem er nýjung sem kemur með þessum vef er að gefa veiðimönnum og konum þann möguleika að gefa ummæli um veiðisvæði sem þeir hafa heimsótt, og gefa stjörnur. Stjörnugjöfin mun svo sýna heilarstigagjöf fyrir hvert svæði fyrir sig. Góð umsögn hjálpar veiðiréttarhöfum og veiðileyfasölum að sjá að þeir séu að gera góða hluti. Slæm umsögn getur einnig hjálpað til að segja frá því að úrbóta sé þörf. Vefur sem þessi er engan vegin í líkingu við það sem er að finna á Internetinu í dag, og því um hreina nýjung í flóruna fyrir hungraða veiðiáhugamenn. Þessi vefur er hreint einkaframtak og er ekki að taka inn tekjur frá neinum stöðum.

Til að koma vefnum vel af stað verður haldin skemmtileg ljósmyndakeppni og verður sú keppni í raun það sem formlega opnar vefinn þann 15. janúar næstkomandi. Verðlaun eru vegleg - allt frá veiðileyfi á flottan stað að upphæð ca 100.000kr frá Veiðiþjónustunni Strengjum, flugustangir og græjur, niður í Veiðikortið og silungaflugubox. Stig fyrir bestu myndirnar í hverjum flokki verða þannig gerð að hinn almenni notandi getur gefið stig fyrir þær myndir sem þeim líkar best, og munu þau stig gilda sem 50% á móti dómnefnd sem mig langar að setja saman með landsþekktum snillingum. Slóðinn á vefinn er www.veidistadir.is
 
 
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira