Enski boltinn

Van Gaal: Kannski fóru stuðningsmennirnir til að sleppa við umferðina

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Louis van Gaal segir mönnum að brosa.
Louis van Gaal segir mönnum að brosa. vísir/getty

Manchester United skrölti áfram í enska bikarnum á laugardaginn þegar liðið vann Sheffield United, 1-0.

Eina mark leiksins skoraði Wayne Rooney úr vítaspyrnu á þriðju mínútu í uppbótartíma, en þegar boltinn söng í netinu hjá fyrirliðanum voru þúsundir stuðningsmanna United farnir heim.

Aðspurður eftir leikinn hver ástæðan fyrir því var svaraði Van Gaal: „Kannski því við vorum ekki búnir að skora eða kannski var það umferðin.“

„Þegar ég horfi á leiki til að leikgreina fer ég líka fimm mínútum áður en leikurinn er búinn. Maður veit aldrei hver ástæðan er. Þið getið verið neikvæðir en við erum komnir áfram í næstu umferð.“

Manchester United náði ekki skoti á markið gegn C-deildarliðið Sheffield United fyrr en á 69. mínútu en Van Gaal segir að stuðningsmennirnir eigi að vera ánægðir með að liðið sé komið aftur á sigurbraut.

„Við erum búnir að vinna tvo leiki í röð eftir að ganga í gegnum erfiðan tíma. Stuðningsmenn Manchester United verða að vera ánægðir að við erum búnir að vinna tvo leiki í röð og erum komnir áfram í bikarnum,“ sagði Louis van Gaal.Fleiri fréttir

Sjá meira