Innlent

Flugvirkjar farnir í verkfall

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ekki hafa verið settar fram kröfur um launa eða kjarabætur.
Ekki hafa verið settar fram kröfur um launa eða kjarabætur. vísir/stefán
Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa sem eftirlitsmenn hjá Samgöngustofu hófst klukkan sex í morgun eftir árangurslausar samningaviðræður við samninganefnd ríkisins sem staðið hafa yfir um nokkurt skeið. Um er að ræða alls sex flugvirkja.

Í tilkynningu frá samninganefnd Flugvirkjafélags Íslands segir að flugvirkjarnir sex hafi ekki sett fram kröfur um launa- eða kjarabætur heldur séu þeir einfaldlega að gera úrslitatilraun til þess að fá gildan kjarasamning sem byggi á núverandi kröfum.

Flugvirkjar Samgöngustofu hafa verið kjarasamningslausir frá árinu 1989 og til jafns langs tíma hefur verið reynt að ná samkomulagi við ríkið. „Árið 2013 var Flugvirkjafélagi Íslands dæmdur samningsréttur f.h starfsmanna eftir aðkomu Félagsdóms. Þrátt fyrir úrskurð Félagsdóms eru starfsmenn enn án kjarasamnings eftir ótal fundi og málamiðlun ríkissáttasemjara,“ segir í tilkynningunni. Nú hálfu þriðja ári eftir úrskurðinn sé flugvirkjum Samgöngustofu því nauðugur einn kostur að sækja rétt sinn með verkfallsaðgerðum og leggja niður störf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×