Fótbolti

Messi og Lloyd besta knattspyrnufólk heims

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Messi með Gullboltann í kvöld.
Messi með Gullboltann í kvöld. vísir/getty
Lionel Messi og Carli Lloyd voru í kvöld valin bestu knattspyrnumenn heims árið 2015 og fengu hinn virta Gullbolta FIFA.

Messi átt enn og aftur ótrúlegt ár og var að vinna Gullboltann í fimmta skiptið á ferlinum. Enginn hefur unnið oftar en Messi setti met er hann vann í fjórða sinn. Aðeins hann og Cristiano Ronaldo hafa hlotið þessi verðlaun síðan 2008.

Lloyd var frábær í landsliði Bandaríkjanna sem varð heimsmeistari á síðasta ári. Lloydátti erfitt með að ráða við tilfinningar sínar eftir að hún var valin. Hún er þriðja bandaríska stúlkan sem hreppir þessa nafnbót á eftir Abby Wambach og Mia Hamm.

Þjálfari ársins í kvennaflokki var valin Jill Ellis, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna. Undir hennar stjórn varð bandaríska liðið heimsmeistari á síðasta ári.

Í karlaflokki var Luis Enrique, þjálfari Barcelona, valinn þjálfari ársins. Barca vann allt sem hægt er að vinna á síðasta ári undir hans stjórn.

Leikmenn Barcelona og Real Madrid nánast fylltu lið ársins en Real á fjóra leikmenn og Barca átti jafnmarga menn í liðinu.

Lið ársins:

Manuel Neuer, Bayern München

Thiago Silva, PSG

Marcelo, Real Madrid

Sergio Ramos, Real Madrid

Dani Alves, Barcelona

Andres Iniesta, Barcelona

Luka Modric, Real Madrid

Paul Pogba, Juventus

Neymar, Barcelona

Lionel Messi, Barcelona

Cristiano Ronaldo, Real Madrid




Fleiri fréttir

Sjá meira


×