Innlent

Anonymous lokar síðum á ný vegna hvalveiða Íslendinga

Bjarki Ármannsson skrifar
Anomnymous-samtökin eru í meira lagi ósátt við hvalveiðar á Íslandi.
Anomnymous-samtökin eru í meira lagi ósátt við hvalveiðar á Íslandi. Vísir/Vilhelm
Tölvuhakkarasamtökin Anonymous gerðu í dag aftur árás á vefsíður íslenska stjórnarráðsins vegna andstöðu samtakanna við hvalveiðar Íslendinga. Á Twitter-síðum á vegum samtakanna eru stjórnvöld hvött til að láta af hvalveiðum sem fyrst og ýmsir nafngreindir Íslendingar og íslensk fyrirtæki dregin fram og gagnrýnd.

Kjarninn greinir frá því að árás var gerð og heimasíðum allra ráðuneyta lokað um stund. Svipaðar árásir voru gerðar tvisvar í nóvember og þá birtu samtökin einnig lista yfir vefsíður íslenskra veitingastaða sem selja hvalkjöt og gáfu þannig til kynna að einnig yrði ráðist á þær.

Samtökin hafa í dag birt fjölmargar myndir og slagorð gegn hvalveiðum á Twitter með myllumerkinu #OpWhales. Meðal annars er mynd sett inn af Kristjáni Loftssyni, framkvæmdastjóra Hvals hf., og hann sagður „andlit skammar Íslands.“

Þá er hvatt til sniðgöngu á Bláa lóninu, vörum 66° norður og tölvuleiknum Eve Online.


Tengdar fréttir

Borgaraleg óhlýðni nördanna

Með misjöfnum árangri hefur Anonymous barist í áratug gegn ritskoðun og fyrir frjálsu interneti. Hakktivismi Anonymous á nú undir högg að sækja þegar ráðamenn freista þess að koma böndum á netheima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×