Innlent

Segir vísindi bráðnauðsynleg en stendur við kenningar um orkulíkamann

Bjarki Ármannsson skrifar
Hildur Þórðardóttir forsetaframbjóðandi segist ekki vilja beygja sig í duftið fyrir ríkjandi skoðunum.
Hildur Þórðardóttir forsetaframbjóðandi segist ekki vilja beygja sig í duftið fyrir ríkjandi skoðunum. Vísir

Hildur Þórðardóttir, forsetaframbjóðandi og rithöfundur, segir að „fræðin um orkulíkamann“ verði einn daginn viðurkennd hér á landi. Fjölmiðlar fjölluðu í síðustu viku um athyglisverðar skoðanir Hildar á orsökum krabbameins, sem hún telur að rekja megi til tilfinninga fólks frekar en genamengis.

Í skoðagrein á Vísi, sem ber heitið „Vísindi efla alla dáð,“ nefnir Hildur fjölmörg afrek vísindasögunnar og segir bráðnauðsynlega grundvallarstoð í samfélagi manna. Hún segir þó að mikilvægt sé að kynna kenningar um „orkulíkamann“ fyrir fólki, frekar en að beygja sig í duftið fyrir ríkjandi viðhorfum.

„Mér er einmitt annt um vísindi og þess vegna vil ég ekki að þau leiðist út á ranga braut,“ skrifar Hildur. „Það er fullt af Íslendingum sem vita af orkulíkamanum og sækja í eða bjóða upp á nálastungur og alls kyns orkumeðferðir. Ég tel að a.m.k. 10% þjóðarinnar viti fullvel að hann er til, 60% þjóðarinnar finnur að þetta gæti alveg verið rétt en þorir ekki, eins og Kóperníkus, að viðurkenna það opinberlega af ótta við útskúfun. Hin 30% eru þá væntanlega rökhyggjufólk sem þarf áþreifanlegar og mælanlegar sannanir til að taka hann með í reikninginn, en sá hópur hefur stjórnað umræðunni hingað til. Þegar farið verður að mæla orkulíkamann með tækjum svipuðum heilaskönnum, getur samfélagið vonandi tekið hann í sátt.“

Grein Hildar má lesa í heild sinni hér.


Tengdar fréttir

Hildur gefur kost á sér til forseta

Rithöfundurinn og þjóðfræðingurinn Hildur Þórðardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands í sumar. Hún ætlar að gefa út bók samhliða framboðinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira