Innlent

Engin frekari snjókoma fram að helgi á höfuðborgarsvæðinu

Bjarki Ármannsson skrifar
Talsverð snjókoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í dag og í kvöld.
Talsverð snjókoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í dag og í kvöld. Vísir/Stefán

Talsverð snjókoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í dag og í kvöld en samkvæmt spá Veðurstofu Íslands linnir henni í nótt og er ekki von á frekari snjókomu fyrr en á laugardag.

Það verður þó mikið frost næstu daga samkvæmt spánni, mest fjórtán gráður um miðnæturbil aðfaranótt föstudags.

Á norður- og austurlandi er þó áfram spáð snjókomu fram á föstudag. Veðurspá fyrir næstu daga má skoða hér.
 
Fleiri fréttir

Sjá meira