Innlent

Engin frekari snjókoma fram að helgi á höfuðborgarsvæðinu

Bjarki Ármannsson skrifar
Talsverð snjókoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í dag og í kvöld.
Talsverð snjókoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í dag og í kvöld. Vísir/Stefán

Talsverð snjókoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í dag og í kvöld en samkvæmt spá Veðurstofu Íslands linnir henni í nótt og er ekki von á frekari snjókomu fyrr en á laugardag.

Það verður þó mikið frost næstu daga samkvæmt spánni, mest fjórtán gráður um miðnæturbil aðfaranótt föstudags.

Á norður- og austurlandi er þó áfram spáð snjókomu fram á föstudag. Veðurspá fyrir næstu daga má skoða hér.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira