Körfubolti

Metjöfnun hjá San Antonio

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Manu Ginobili í leiknum í nótt.
Manu Ginobili í leiknum í nótt. Vísir/Getty

San Antonio vann auðveldan sigur á New Jersey, 106-79, í NBA-deildinni í nótt og þar með sinn 33. sigur á tímabilinu í 39 leikjum.

Um er að ræða metjöfnun hjá San Antonio en liðið hefur aðeins einu sinni áður byrjað tímabilið jafn vel. Það var fyrir fimm árum síðan.

LaMarcus Aldridge skoraði 25 stig fyrir San Antonio og tók ellefu fráköst. Kawhi Leonard bætti við sautján stigum fyrir San Antonio sem var að vinna sinn áttunda sigur í röð.

New Jersey hefur hins vegar tapað tíu heimaleikjum í röð en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að þjálfarinn Lionel Hollins var rekinn og framkvæmdastjórinn Billy King var færður til í starfi.

Golden Staet vann Miami, 111-103, með 31 stigi frá Steph Curry og 22 stigum og tólf fráköstum frá Draymond Greene.

Þetta var 36. sigur Golden State á tímabilinu en liðið hefur aðeins tapað tveimur leikjum. Liðið er vitaskuld með bestan árangurinn í NBA-deildinni.

Washington vann svo Chicago, 114-100. John Ball skoraði sautján stig og gaf tíu stoðsendingar fyrir Washington sem var þó án nokkurra lykilmanna í nótt. Derrick Rose skoraði 23 stig fyrir Chicago.

Úrslit næturinnar:
Brooklyn - San Antonio 79-106
Chicago - Washington 100-114
Golden State - Miami 111-103

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira