Innlent

Búist við að Þór nái að Hoffelli um klukkan ellefu

Varðskipið Þór.
Varðskipið Þór. vísir/daníel

Búist er við að varðskipið Þór komi að flutningaskipinu Hoffelli um klukkan ellefu í dag og takið það í tog, en það rekur nú vélarvana djúpt suðvestur af Færeyjum eftir að aðalvél þess bilaði í fyrradag.

Veður á svæðinu hefur heldur lagast frá því í gær, en eftir sem áður mun flutningaskipið Helgafell áfram halda sig í nágrenni Hoffells til öryggis.

Búist er vi að það taki Þór nokkra sólarhringa að draga Hoffell til Reykjavíkur, þar sem gert verður við aðalvél skipsins..
Fleiri fréttir

Sjá meira