Innlent

Búist við að Þór nái að Hoffelli um klukkan ellefu

Varðskipið Þór.
Varðskipið Þór. vísir/daníel

Búist er við að varðskipið Þór komi að flutningaskipinu Hoffelli um klukkan ellefu í dag og takið það í tog, en það rekur nú vélarvana djúpt suðvestur af Færeyjum eftir að aðalvél þess bilaði í fyrradag.

Veður á svæðinu hefur heldur lagast frá því í gær, en eftir sem áður mun flutningaskipið Helgafell áfram halda sig í nágrenni Hoffells til öryggis.

Búist er vi að það taki Þór nokkra sólarhringa að draga Hoffell til Reykjavíkur, þar sem gert verður við aðalvél skipsins..Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira