Enski boltinn

Van Gaal leiðist líka á United leikjum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Stuðningsmenn Manchester United eru flestir sammála um að leikir liðsins á tímabilinu hafa margir hverjir verið heldur óaðlaðandi.

Nú hefur knattspyrnustjórinn Louis van Gaal, sem er heldur óvinsæll hjá mörgum United-mönnum, viðurkennt að honum hafi líka leiðst á leikjum sinna manna í vetur.

United vann 1-0 sigur á Sheffield Untied í bikarnum um helgina og hefur aðeins skorað sjö mörk í síðustu tíu heimaleikjum sínum. Það sem meira er þá hefur liðið aðeins skorað tvívegis í fyrri hálfleik á Old Trafford allt tímabilið.

„Það hafa verið leikið sem ég hef notið en líka leikir þar sem mér hefur leiðst mikið eða orðið reiður því okkur tekst ekki að koma óreiðu á vörn andstæðingsins.“

„En svona er fótboltinn. Er það vitað að ég leggi höfuðáherslu á varnarleik? Ég geri það ekki. Eins og er vantar skapandi knattspyrnu í okkar leik en þessir menn hafa spilað vel áður og geta því gert það aftur,“ sagði Van Gaal.

Van Gaal segir að stuðningsmenn United eigi að vera ánægðir með að liðið sé komið áfram í bikarnum og hafi unnið síðustu tvo leiki sína.

„En stuðningsmennirnir verða að vita að við getum ekki alltaf spilað frábæra knattspyrnu. Þannig var það líka áður. Því miður, en þannig er það bara.“

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×