Fótbolti

Guardiola bað stjórana í Englandi afsökunar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Pep Guardiola hefur beðist afsökunar á að ummæli hans hafi mögulega sett þrýsting á knattspyrnustjóra ensku úrvalsdeildarinnar.

Guardiola tilkynnti á dögunum að hann myndi fara frá Bayern München í sumar og að hann hefði áhuga á að starfa í ensku deildinni.

Spánverjinn vildi ekki segja til hvaða liðs hann vildi fara og hefur verið orðaður við bæði Manchester-liðin, Arsenal og Chelsea.

Alan Shearer, fyrrum landsliðsframherji Englands, skrifaði nýlega í pistli að Guardiola skorti siðferði.

„Ég biðst afsökunar. Ég ber alltaf mikla virðingu fyrir starfsfélögum mínum - ég gerði það sem leikmaður og geri það sem þjálfari. Þetta var ekki ætlunin hjá mér,“ sagði Guardiola.

„Ég mun greina frá því hvaða lið ég tek við þegar ég hef skrifað undir samning,“ sagði Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×