Enski boltinn

Liverpool á eftir Steven Caulker

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Steven Caulker fær lítið að spila hjá Southampton.
Steven Caulker fær lítið að spila hjá Southampton. vísir/getty

Samkvæmt heimildum ESPN FC er enska úrvalsdeildarliðið Liverpool að reyna að fá miðvörðinn Steven Caulker frá QPR í B-deildinni.

Jürgen Klopp er í miklum meiðslavandræðum á Anfield og sérstaklega í varnarleiknum en allir miðverðir liðsins; Martin Skrtel, Dejan Lovren, Mamadou Sakho og Kolo Toré voru á meiðslalistanum í síðustu viku.

Spænski bakvörðinn José Enrique spilaði sem miðvörður í bikarleiknum gegn Exeter um síðustu helgi þar sem Liverpool gerði 2-2 jafntefli.

Caulker er samningsbundinn QPR en er á láni hjá Southampton. Hann hefur aðeins spilað átta leiki fyrir Dýrlingana en síðasti leikur hans var 6-1 tap fyrir Liverpool í deildabikarnum í síðasta mánuði.

Caulker var sagður á radar Brendans Rodgers áður en hann var rekinn frá Liverpool, en QPR keypti hann á átta milljónir punda frá Cardiff þegar velska liðið féll úr úrvalsdeildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira