Enski boltinn

Origi enn lengur frá

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Divock Origi spilar ekki næstu vikurnar.
Divock Origi spilar ekki næstu vikurnar. Vísir/Getty

Meiðslavandræði Liverpool aukast enn en framherjinn Divock Origi verður frá næsta mánuðinn eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné.

Origi hefur ekkert getað spilað síðan um jólin en þá meiddist hann aftan í læri, er Liverpool vann 1-0 sigur á Leicester.

Upphaflega var stefnt að því að hann myndi vera klár í þessari viku en Liverpool mætir Arsenal á morgun og svo Manchester United um helgina.

Mikil meiðslavandræði eru í herbúðum Liverpool þessa stundina en framherjarnir Danny Ings og Daniel Sturridge eru báðir frá. Ings spilar ekki meira á tímabilinu og Sturridge nær ekki leiknum gegn Arsenal á morgun, að minnsta kosti.

Þetta þýðir að Christian Benteke er eini hreinræktaði framherji Liverpool sem er leikfær fyrir morgundaginn en Jürgen Klopp, stjóri liðsins, gæti einnig notað Roberto Firmino í fremstu víglínu.Fleiri fréttir

Sjá meira