Lífið

Sjáðu epískt atriði Ricky Gervais og David heitins Bowie

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
David Bowie og Ricky Gervais við tökur á atriðinu.
David Bowie og Ricky Gervais við tökur á atriðinu. Mynd/BBC
Einn fremsti tónlistarmaður allra tíma David Bowie lést í gær 69 ára að aldri. Ef einhver efaðist um vinsældir Bowie geta hinir sömu pakkað saman eftir að minningarorðum, myndböndum, lögum og greinum tengdum listamanninum kaffærðu samfélagsmiðlum í gær og gera raunar enn.

Bowie kom víða við á löngum ferli þar sem hann brá sér í mörg gervi. Eitt hlutverkið sem hann tók að sér var í sjónvarpsþáttunum Extras þar sem Stephen Merchant og Ricky Gervais sjá um handritsgerð. Þeir félagar eru hvað frægastir fyrir Office þættina þar sem Gervais leikur ansi sérstakan yfirmann í pappírsverksmiðju.

Í Extras, sem framleiddir voru fyrir um áratug, er Gervais einnig í aðalhlutverki en þar leikur hann leikara sem á erfitt uppdráttar og fær fá önnur verkefni en algjör aukahlutverk í þáttum og kvikmyndum. Það breytist þó aðeins þegar BBC samþykkir handrit hans að sjónvarpsþætti.

Þátturinn fer þó ekki óbreyttur í loftið og í staðinn fyrir að vera öðruvísi gamanþáttur, eitthvað í líkindum við sjálfa Office þættina, fer í loftið þáttur sem gengur að miklu leyti út á einn frasa sem aðalpersónan segir.

Gervais, Merchant og félagar í Extras.
Stjörnum prýddir þættir

Gervais og Merchant fengu eina stórstjörnu til að leika í hverjum þætti af Extras. Patrick Stewart, Kate Winslet og Robert de Niro eru á meðal þeirra sem voru til í hlutverk gestaleikara að ógleymdum David Bowie. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum þar sem Bowie lék sjálfan mig. 

Greiðir persóna Gervais, Andy sem er mikil aðdáandi Bowies, um tíu þúsund krónur til að fá að sitja á afmörkuðu svæði til að komast nær Bowie. Nokkru áður hafði hann fussað og sveiað yfir eigin aðdáendum sem nálguðust hann á barnum en virðist hafa gleymt sama prinsippi þegar kom að Bowie.

Bowie ræðir við Andy sem lýsir svekkelsi sínu með sjónvarpsþáttinn sem fór út. Bowie hlustar á Andy og fær innblástur. Úr verður lag og atriði sem er algjörlega frábært.

Little Fat Man by David Bowie (2006)

"Little Fat Man" (Live) by David Bowie (2006) — For more videos like this, please follow (Like) the Official Facebook Page of Sydney Urshan....Here's a scene from Extras (2005-2007), starring Ricky Gervais and Ashley Jensen, and featuring David Bowie...#Extras #RickyGervais #AshleyJensen #DavidBowie #BBC

Posted by Sydney Urshan on Thursday, May 21, 2015

Tengdar fréttir

Stjörnurnar minnast David Bowie

Söngvarinn David Bowie er látinn eftir baráttu við krabbamein. Hann var 69 ára að aldri. Þetta staðfestir talsmaður hans í samtali við fjölmiðilinn The Hollywood Reporter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×