Fótbolti

PSG hótar rappara lögsókn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Skjáskot

Franska úrvalsdeildarfélagið PSG hefur sent bresku tónlistarkonunni MIA bréf þar sem því er hótað að félagið muni beita lagalegum úrræðum vegna treyju sem hún klæðist í nýlegu tónlistarmyndbandi.

Auglýsingu flugfélagsins Emirates hefur verið breytt á treyju sem MIA klæðist í myndbandi við lagið Borders en þar hefur slagorði fyrirtækisins verið breytt úr „Fly Emirates“ í „Fly Pirates“.

Í laginu og myndbandinu sem því fylgir tekst MIA á við flóttamannavandann vegna ástandsins í Sýrlandi en forráðamönnum PSG gera alvarlegar athugasemdir við að félagið skuli vera bendlað við umræðuna á þennan hátt.

Félagið fer fram á bætur fyrir þann skaða sem notkun treyjunnar í umræddu myndbandi hefur valdið félaginu og hótar því að leita lagalega úrræða til að fá sínu fram.

MIA birti nýlega umrætt bréf frá PSG á Twitter-síðu sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira