Tónlist

David Bowie fékk sex hjartaáföll á síðustu árum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
David Bowie var aðeins 69 ára gamall þegar hann lést.
David Bowie var aðeins 69 ára gamall þegar hann lést. vísir/getty
Breski söngvarinn David Bowie, sem lést á sunnudaginn eftir 18 mánaða baráttu við krabbamein, fékk sex hjartaáföll á síðustu árum samkvæmt rithöfundinum Wendy Leigh sem ræddi við Breska ríkisútvarpið um fráfall Bowie. Leigh skrifaði ævisögu söngvarans sem kom út í september 2014.

Fjölmiðlar greindu frá því þegar Bowie fékk hjartaáfall á tónleikum í Þýskalandi árið 2004. Síðan þá gengu ýmsar sögur um heilsufar söngvarans en lítið sem ekkert fékkst staðfest í þeim efnum. Bowie tókst meðal annars að halda því leyndu að hann glímdi við krabbamein og því kom fráfall hans mörgum í opna skjöldu.

„Hann var ekki aðeins að berjast við krabbamein, eins og það væri ekki nóg þá fékk hann líka sex hjartaáföll á síðustu árum. Ég hef þessar upplýsingar frá einstaklingi sem stendur honum nærri,“ sagði Leigh við BBC en Independent er meðal þeirra miðla sem greina frá orðum Leigh.  

Haft var eftir belgíska leikstjóranum Ivo van Hove í gær að Bowie hefði verið með lifrarkrabbamein en það hefur ekki verið staðfest af fjölskyldu söngvarans.


Tengdar fréttir

David Bowie látinn

Einn þekktasti rokkari tónlistarsögunnar er látinn, 69 ára að aldri.

Rothögg að spyrja bana Bowies

Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður er vart mönnum sinnandi í dag – en hann er einn helsti Bowie-aðdáandi sem fyrir finnst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×