Viðskipti innlent

Hægt að komast til Los Angeles fyrir 20 þúsund kall

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
WOW mun fljúga fjórum sinnum í viku til LA og fimm sinnum í viku til San Francisco.
WOW mun fljúga fjórum sinnum í viku til LA og fimm sinnum í viku til San Francisco. vísir/vilhelm
Flugfélagið WOW air hefur sölu á farmiðum til Los Angeles og San Francisco í Kaliforníu í dag. Samkvæmt heimasíðu WOW er ódýrasta farið til LA á 19.999 krónur en fyrsta flug félagsins þangað verður 15. júní.

Fyrsta flugið til San Francisco er nokkrum dögum áður eða þann 9. júní. Flogið verður fjórum sinnum í viku til LA og fimm sinnum í viku til San Francisco.

Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, er í ítarlegu viðtali við bandaríska miðilinn USA Today í dag í tilefni þess að miðasalan er hafin. Í viðtalinu upplýsir hann að WOW hyggist bæta við minnsta kosti einum áfangastað til Bandaríkjanna í ár. Þá sé einnig stefnt að því að fljúga til fleiri staða árið 2017.

Icelandair hefur áratugum saman flogið til Bandaríkjanna og sat lengi vel eitt íslenskra flugfélaga að markaðnum þar. Í viðtalinu við USA Today er Skúli spurður út í samkeppnina við Icelandair og svarar því til að hann sjá flugfélagið í raun ekki sem keppinaut, og alls ekki sem keppinaut til lengri tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×