Innlent

Annað útkall hjá slökkviliðinu á innan við hálftíma

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Slökkviliðið er nú á leiðinni í Lækjarsmára í Kópavogi þar sem útkall barst um eld í raðhúsi.
Slökkviliðið er nú á leiðinni í Lækjarsmára í Kópavogi þar sem útkall barst um eld í raðhúsi. Vísir/Stefán

Slökkviliðið fór í útkall í Lækjarsmára í Kópavogi þar sem eldur hafði kviknað í raðhúsi. Útkallið kom klukkan 15:55. Samkvæmt Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu virðist sem að eldurinn hafi komið upp í rafmagni og þaðan teygt sig í þak hússins.

Enginn slasaðist og þurftu slökkviliðsmenn að brjóta rúðu og rífa upp hluta þaksins til þess að komast að eldinum. Nú er verið að reykræsta húsið.

Þetta var annað útkall slökkviliðsins á innan við hálftíma í dag en rúmlega hálffjögur barst tilkynning um eld á Hólmaslóð 4. Búið er að slökkva eldinn þar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira