Enski boltinn

Stórleikur Rooney dugði ekki til | Sjáðu mörkin

Wayne Rooney vaknaði loksins til lífsins í liði Man. Utd í kvöld. Átti stórleik en Man. Utd náði samt ekki að vinna Newcastle sem er í fallsæti.

Rooney skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í 3-3 jafnteflisleg. Paul Dummet skoraði jöfnunarmark Newcastle á 90. mínútu.

Leikurinn var afar fjörugur og bæði lið skoruðu úr vítaspyrnum.

Úrslitin enn einn skellurinn fyrir stjóra United, Louis van Gaal, en lið hans féll niður í sjötta sæti og Newcastle er enn í fallsæti.

Lingard kemur Man. Utd í 0-2. Wijnaldum minnkar muninn fyrir Newcastle. Mitrovic jafnar úr víti. Rooney kemur Man. Utd í 2-3. Dummett jafnar á 90. mínútu.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira