Enski boltinn

Stórleikur Rooney dugði ekki til | Sjáðu mörkin

Wayne Rooney vaknaði loksins til lífsins í liði Man. Utd í kvöld. Átti stórleik en Man. Utd náði samt ekki að vinna Newcastle sem er í fallsæti.

Rooney skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í 3-3 jafnteflisleg. Paul Dummet skoraði jöfnunarmark Newcastle á 90. mínútu.

Leikurinn var afar fjörugur og bæði lið skoruðu úr vítaspyrnum.

Úrslitin enn einn skellurinn fyrir stjóra United, Louis van Gaal, en lið hans féll niður í sjötta sæti og Newcastle er enn í fallsæti.

Lingard kemur Man. Utd í 0-2. Wijnaldum minnkar muninn fyrir Newcastle. Mitrovic jafnar úr víti. Rooney kemur Man. Utd í 2-3. Dummett jafnar á 90. mínútu.


Fleiri fréttir

Sjá meira