Íslenski boltinn

Fjölnir nældi sér í Dana

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pedersen með Ágústi Gylfasyni, þjálfara Fjölnis.
Pedersen með Ágústi Gylfasyni, þjálfara Fjölnis. vísir/vilhelm

Pepsi-deildarlið Fjölnis fékk liðsstyrk í dag er félagið samdi við Danann Martin Lund Pedersen.

Þetta er 25 ára gamall miðjumaður sem hefur spilað 19 unglingalandsleiki fyrir Dani.

Hann var í unglingaliði OB á sínum tíma en hefur síðustu ár leikið með Hellerup, Otterup, Nae4sby og Horsens.

Fjölnismenn stóðu sig frábærlega í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð og ætla að byggja ofan á þann árangur næsta sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira