Íslenski boltinn

Fjölnir nældi sér í Dana

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pedersen með Ágústi Gylfasyni, þjálfara Fjölnis.
Pedersen með Ágústi Gylfasyni, þjálfara Fjölnis. vísir/vilhelm

Pepsi-deildarlið Fjölnis fékk liðsstyrk í dag er félagið samdi við Danann Martin Lund Pedersen.

Þetta er 25 ára gamall miðjumaður sem hefur spilað 19 unglingalandsleiki fyrir Dani.

Hann var í unglingaliði OB á sínum tíma en hefur síðustu ár leikið með Hellerup, Otterup, Nae4sby og Horsens.

Fjölnismenn stóðu sig frábærlega í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð og ætla að byggja ofan á þann árangur næsta sumar.
Fleiri fréttir

Sjá meira