Handbolti

Alfreð nældi í línumann úr þrotabúi Hamburg

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brozovic í leik með Hamburg.
Brozovic í leik með Hamburg. vísir/getty

Tveir línumenn hjá meistaraliði Kiel, sem Alfreð Gíslason þjálfar, hafa meiðst í vetur og Alfreð hefur nú brugðist við því.

Kiel er búið að semja við króatíska landsliðsmanninn Ilija Brozovic og kemur hann frá Hamburg sem hefur ekki greitt mönnum laun í þrjá mánuði.

Brozovic er því laus allra mála og kemur strax til Kiel. Hann er búinn að skrifa undir samning fram á sumarið 2017.

Bæði Rene Toft Hansen og Patrick Wiencek eru meiddir hjá Kiel og því ekki vanþörf á nýjum línumanni.

Brozovic, sem er 24 ára, er þess utan löglegur í Meistaradeildinni með KielFleiri fréttir

Sjá meira