Sport

Lætur leikmenn horfa í sólina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tom Brady.
Tom Brady. vísir/getty

Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, er algjör fullkomnunarsinni þegar kemur að undirbúningi fyrir leiki liðsins.

Hann lætur strákana sem eiga að grípa boltann undirbúa sig fyrir allar mögulegar og ómögulegar aðstæður á leikdegi.

Ef liðið á leik á miðjum degi þá fer Brady með útherjana sína út á völlinn nokkrum tímum fyrir leik og stillir þeim upp í aðstæðum sem verða þegar leikurinn hefst.

Ef liðið þarf að leika gegn sólu þá er það æft sérstaklega. Hann lætur þá grípa boltann með sólina í andlitið. Neyðir þá til þess að horfa í sólina og grípa boltann.

Brady trúir því að ef þetta sé æft þá muni æfingin gera það að verkum að þeir grípi boltann á tilfinningunni einni saman ef sendingin er góð.

„Brady spáir í hvern einasta sentimetra. Hann vill að sendingin sé fullkomin sem og hlaup gríparans,“ sagði Danny Amendola, útherji félagsins.

Brady og félagar verða í beinni á Stöð 2 Sport um næstu helgi er úrslitakeppnin heldur áfram. Tveir leikir verða í beinni á laugardag og tveir á sunnudag.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira