Enski boltinn

Langþráður sigur hjá Villa | West Ham í fimmta sætið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Villa fagna marki Lescott í kvöld.
Leikmenn Villa fagna marki Lescott í kvöld. vísir/getty

Botnlið Aston Villa vann sinn annan sigur í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Þá vann liðið 1-0 heimasigur á Crystal Palace. Joleon Lescott skoraði eina mark leiksins. Villa er samt enn á botninum og fjórum stigum frá næsta liði.

Bournemouth komst yfir gegn West Ham en Hamrarnir áttu frábæran lokakafla þar sem þeir skoruðu þrjú mörk og kláruðu leikinn.

Við það komst liðið upp í fimmta sæti deildarinnar. Komst yfir Man. Utd sem gerði jafntefli gegn Newcastle.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira