Enski boltinn

Rooney: Líður eins og við höfum tapað

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rooney svekktur í kvöld.
Rooney svekktur í kvöld. vísir/getty

Wayne Rooney, fyrirliði Man. Utd, var að vonum svekktur eftir jafnteflið gegn Newcastle í kvöld.

Hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Það dugði ekki til því Newcastle tryggði sér stig á 90. mínútu.

„Mér líður eins og við höfum tapað. Við skoruðum þrjú mörk en kannski skorti upp á einbeitinguna hjá okkur. Það er svekkjandi,“ sagði Rooney eftir leikinn í kvöld.

„Lið sem kemst 2-0 yfir á að vinna. Við hefðum átt að drepa leikinn. Við nýttum ekki færin til að drepa leikinn og var refsað fyrir vikið.

„Við erum alltaf að reyna að spila skemmtilegan sóknarbolta og vonandi komum við með fleiri lausnir í næstu leikjum.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira