Fótbolti

Eiður Smári fyrirliði gegn Finnlandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Vísir/Getty
Eiður Smári Guðjohnsen verður fyrirliði íslenska landsliðsins sem mætir Finnlandi í æfingaleik í Abú Dabí í dag.

Þetta er fyrri æfingaleikurinn af tveimur í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en Ísland mætir heimamönnum á laugardaginn.

Þjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn í dag og er Eiður Smári á miðjunni með Rúnari Má Sigurjónssyni í leikkerfinu 4-4-2.

Garðar Gunnlaugsson og Viðar Örn Kjartansson spila í fremstu víglínu og þá er Gunnleifur Gunleifsson í markinu.

Byrjunarliðið er þannig skipað en leikurinn hefst klukkan 16.00 í dag:

Markvörður: Gunnleifur Gunnleifsson

Hægri bakvörður: Haukur Heiðar Hauksson

Vinstri bakvörður: Hjörtur Logi Valgarðsson

Miðverðir: Ragnar Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen

Miðjumenn: Eiður Smári Guðjohnsen (fyrirliði) og Rúnar Már Sigurjónsson

Hægri kantmaður: Theodór Elmar Bjarnason

Vinstri kantmaður: Arnór Ingvi Traustason

Framherjar: Garðar Bergmann Gunnlaugsson og Viðar Örn Kjartansson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×