Íslenski boltinn

Fimm dagar eftir af miðasölunni á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuðningsmenn Íslands geta fjölmennt til Frakklands í sumar.
Stuðningsmenn Íslands geta fjölmennt til Frakklands í sumar. Vísir/Getty

Aðeins fimm dagar eru eftir af miðasölu á EM fyrir stuðningsmenn liðanna sem keppa á mótinu í sumar.

Þann 18. janúar verður lokað fyrir miðasöluna sem hefur verið opin síðan að dregið var í riðla í síðasta mánuði.

Ísland keppir á EM í fyrsta skipti og stuðningsmenn íslenska liðsins, hvort sem er fólk sem er búsett hér á landi eða Íslendingar sem búa í öðrum löndum, hafa rétt á ákveðnum fjölda miða.

Á blaðamannafundi KSÍ þann 7. janúar kom fram að enn væri nóg eftir af miðum í boði fyrir stuðningsmenn Íslands miðað við framboð og því yfirgnæfandi líkur á því að allir sem sækja um fái miða á leikina.

Sjá einnig: Ísland vær 34 þúsund miða á EM

Það gæti þó vitanlega breyst ef mikil aukning verður í aðsókninni síðustu daga miðasölunnar.

„Óseldir“ miðar af íslensku úthlutuninni verða boðnir stuðningsmönnum hins liðsins í hverju tilfelli fyrir sig.

Allar upplýsingar um miðasöluna má finna á vef UEFA sem og KSÍ.

Leikir Íslands:

Þriðjudagur 14. júní kl. 19.00: Portúgal - Ísland
Leikvöllur: Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Etienne
Tekur: 42.000 áhorfendur
Ísland fær: 7 þúsund miða
Staða 7. janúar: Sótt um 2593 miða.

Laugardagur 18. júní kl. 16.00: Ísland - Ungverjaland
Leikvöllur: Stade Vélodrome, Marseille
Tekur: 67.394 áhorfendur
Ísland fær: 12 þúsund miða
Staða 7. janúar: Sótt um 2456 miða.

Miðvikudagur 22. júní kl. 16.00: Ísland - Austurríki
Leikvöllur: Stade de France, Saint-Denis
Tekur: 81.338 áhorfendur
Ísland fær: 15 þúsund miða
Staða 7. janúar: Sótt um 2299 miða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira