Enski boltinn

Bruyne var búinn að semja við Bayern áður en hann fór til City

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kevin De Bruyne er sjóðheitur með City.
Kevin De Bruyne er sjóðheitur með City. vísir/getty
Ef Bayern München hefði verið tilbúið að borga uppsett verð fyrir belgíska miðjumanninn Kevin De Bruyne síðasta sumar væri hann ekki hjá Manchester City.

De Bruyne var búinn að semja um kaup og kjör við Bæjara áður en hann endaði hjá City í ágúst í fyrra, en enska félagið borgaði fyrir hann 55 milljónir punda.

„Hjarta Kevins sló fyrir þýsku deildina þar sem hann sló í gegn hjá Bremen og varð svo stjarna hjá Wolfsburg,“ segir Patrick De Koster, umboðsmaður De Bruyne, í viðtali við Sport Magazine.

„Ég er viss um að hann væri leikmaður Bayern í dag hefði það verið tilbúið að borga uppsett verð. Við komumst að samkomulagi um kaup og kjör eftir tvo fundi en félagaskipti féllu niður vegna kaupverðsins.“

De Bruyne hefur slegið í gegn hjá Manchester City og skorað fimm mörk og gefið átta stoðsendingar í 16 úrvalsdeildarleikjum. Þá er hann lykilmaður í belgíska landsliðinu sem er, samkvæmt styrkleikalista FIFA, það besta í heimi.

„Ég held að Bayern vildi borga 50 milljónir evra en ekki meira. Á endanum vann City kapphlaupið og Kevin er gríðarlega ánægður með vistaskiptin. Hann hefur aðlagast fljótt jafnt innan sem utan vallar,“ segir Patrick De Koster.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×