Körfubolti

Sjáðu tíu ára gamlan gutta leika eftir sturluð tilþrif Steph Curry | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Steph Curry trekkir að í upphitun.
Steph Curry trekkir að í upphitun. vísir/getty

Steph Curry, leikstjórnandi Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfubolta, er svo góður að fólk er mætt löngu fyrir leiki bara til að sjá hann hita upp.

Tilþrif sem hann sýndi í upphitun fyrir leik Golden State fyrir viku síðan er gott dæmi um það, en þar sýndi þessi besti leikmaður NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð ótrúlega meðhöndlun á boltanum.

Noah Cutler, tíu ára gamall körfuboltastrákur sem hefur fengið smá umfjöllun í bandarískum fjölmiðlum, ákvað að herma eftir tilþrifum Curry.

Þessi ungi snáði er ótrúlega góður með boltann miðað við aldur eins og sést á fjölmörgum myndböndum sem hann hefur sett inn á Instagram-síðu sína.

Nýjasta myndband hans hefur farið á flug en þar leikur hann eftir nýjustu tilþrif Curry. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Fifth grader Noah Cutler does a perfect imitation of this Stephen Curry move. (via Instagram/babybirdman3)

Posted by Bleacher Report on Tuesday, January 12, 2016
NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira