Lífið

Ótrúlegt sumarhús sem var í eigu David Bowie komið á sölu - Myndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það er líklega gott að slaka á þarna.
Það er líklega gott að slaka á þarna. vísir

Eins og heimurinn varð var við þá lést tónlistamaðurinn David Bowie eftir 18 mánaða baráttu sína við krabbamein á mánudagsmorgun.

Bowie var einn allra vinsælasti listamaðurinn í heiminum síðastliðna áratugi og var hann algjör brautryðjandi í tónlist.

Árið 1989 byggði Bowie ótrúlega fallegt hús á eyjunni Mustique við Karabíska hafið og dvaldi þar þegar hann tók sér frí. Húsið er stórbrotið og hefur allt sem hugurinn girnist. Húsið er nú komið á sölu og er kaupverðið 14 milljónir punda eða því sem samsvarar 2,6 milljarðar íslenskra króna.

Húsið var hannað af sænska arkitektinum Arne Hasselqvist en tónlistarmaðurinn seldi eignina árið 2013 fyrir 3,5 milljónir punda. Hér að neðan má sjá myndir innan úr þessu magnaða sumarhúsi.


Tengdar fréttir

Bowie ber ábyrgð á svanakjól Bjarkar

Björk segir að það hafi verið fyrir áhrif frá David Bowie að hún ákvað að vera í frægum svanakjól sínum við Óskarsverðlaunaafhendinguna.
Fleiri fréttir

Sjá meira